Það byrjar ekki sérlega vel hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni, nýjum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Í dag voru greidd atkvæði um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur. Það var samþykkt með þrettán samhljóða atkvæðum.
En Júlíus Vífill sat hjá.
Hann mun hafa reynt að fá aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að taka sömu afstöðu, en það tókst ekki. Með Júlíusi í hjásetunni var aðeins Kjartan Magnússon.
Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir greiddu atkvæði með aðalskipulaginu og það gerði líka Sóley Tómasdóttir úr VG.