fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Kröfur til ríkisstjórnarinnar – engin stjórnarandstaða

Egill Helgason
Mánudaginn 3. júní 2013 02:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin býr við þann lúxus að það er engin stjórnarandstaða.

Fyrri stjórnarflokkar eru í naflaskoðun. Samfylkingin leitar í örvæntingu að skýringum á slæmu gengi, innan Vinstri grænna beinist reiðin ekki síst að Ögmundi Jónassyni sem lengi spilaði eins og hann væri í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn sem hann sat sjálfur í.

Björt framtíð virðist fyrst og fremst vera hálf letileg.

Helsta andstaðan kemur frá náttúruverndarsinnum sem óttast stór áform í virkjanamálum.

Svona verður þetta um nokkurt skeið. Það verður talsvert langt í að Samfylkingin og VG nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu.

En yfir stjórninni vofir krafan um skuldaleiðréttingar. Hún gleymist ekki og það er lítil þolinmæði gagnvart undanbrögðum í því máli.

Ég gerði þetta að umfjöllunarefni í pistli í gær – og ég sé að Styrmir Gunnarsson er á sömu nótum á vef Evrópuvaktarinnar.

Styrmir skrifar:

„Það skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíð þessarar nýju ríkisstjórnar að hún sýni strax á sumarþingi að henni sé full alvara með þeim fyrirheitum, sem stjórnarflokkarnir og þá ekki sizt Framsóknarflokkurinn hafa gefið um úrlausn á skuldavanda heimilanna.

Þótt enginn ætlist til að hún leysi þau mál í einu vetfangi verður hún að sýna á spilin með skýrum hætti.

Annars getur hveitibrauðsdögum hennar lokið með skjótum hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni