fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Framsókn getur fengið fleiri þingmenn með færri atkvæði

Egill Helgason
Föstudaginn 26. apríl 2013 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðbrögðum við skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun sem Morgunblaðið birti í gær dregur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, upp athyglisverða mynd.

Að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið ívið meira fylgi en Framsókn en samt færri þingmenn.

Í skoðanakönnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 24,8 prósent en Framsóknarflokkurinn með 24,4.

Þetta er ekki tölfræðilega marktækur munur, en ef þetta er reiknað yfir í þingmenn Framsókn 20 en Sjálfstæðisflokkurinn 18.

Kosningakerfið hjá okkur skapar nokkurn veginn jöfnuð milli flokka en ekki milli kjördæma. Þarna höfum við þó möguleika á misvægi sem er meira en nokkru sinni síðan 1983, segir Ólafur.

Ástæðan er að Framsókn stefnir í að fá svo marga kjördæmakjörna menn í hinum fámennari kjördæmum úti á landi að jöfnunarmenn duga ekki til að úthluta hinum flokkunum þingmönnum eftir kjörfylgi.

Þetta minnir á gamla tíma þegar voru langvinnar deilur um kosningakerfið. Þá það hannað þannig að Framsókn fékk miklu fleiri þingmenn en atkvæðatala flokksins sagði til um. Fyrir þetta guldu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur sem höfðu meira fylgi á mölinni. Það var til dæmis vegna kjördæmamála að myndaðist svo mikil óvild milli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, helstu stjórnmálaforingja um miðja öldina, að þeir gátu ekki unni saman í ríkisstjórnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“