fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hver á að borga fyrir björgun banka?

Egill Helgason
Mánudaginn 25. mars 2013 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Björn Sigurðsson, sem hefur starfað fyrir Hreyfinguna og er nú í framboði fyrir Dögun, skrifar athyglisverðan pistil um bankabjörgunina á Kýpur. Hann ber hana saman við það sem gerðist á Íslandi þar sem allar bankainnistæður voru tryggðar í topp. Hann birtir greinina á Facebook, hún er hér í heild sinni.

— — —

„Hins vegar verða innistæður yfir hundrað þúsund evrur, sem ekki eru tryggðar samkvæmt reglum Evrópusambandsins, frystar, og drjúgur hluti fjárins gerður upptækur, þjóðnýttur, og notaður til að greiða skuldir bankanna.

Þetta er mjög merkileg þróun, finnst mér.

Út frá töflu á bls. 241 í 5. bindi skýrslu RNA má reikna út að heildarinnstæður í kerfinu í september 2007, sem taflan byggir á, voru 2026 milljarðar. Þar af voru 966 milljarðar vegna einstaklinga og 1060 milljarðar vegna lögaðila.

Ef sett hefði verið 10 milljón króna þak á hverja kennitölu hefðu innstæður 98% einstaklinga verið að fullu tryggðar. Kostnaðurinn við það hefði verið 647 milljarðar. Til að tryggja innstæður ríkustu tveggja prósentanna til viðbótar bættust við 319 milljarðar.

Í tilfelli lögaðilanna hefðu innstæður 93% lögaðila verið að fullu tryggðar ef 10 milljón króna þakið hefði orðið ofan á. Kostnaðurinn við það hefði verið 85 milljarðar. Til að tryggja innstæður ríkustu sjö prósent lögaðilanna til viðbótar bættust við 975 milljarðar.

Nýju bankarnir hefðu með öðrum orðum skuldað 1294 milljörðum minna. Fjármagnsþörf þeirra við stofnun hefði minnkað og almennir kröfuhafar hefðu átt möguleika á 1294 milljörðum meira. Það aukna svigrúm, til viðbótar við afsláttinn sem veittur var þegar lánasöfnin gegnu milli gömlu og nýju bankanna, hefði fjármálaráðherra svo getað nýtt þegar kom að endursamningaferlinu við kröfuhafana. Til dæmis í þágu skuldara með stökkbreytta höfuðstóla í stað þess að gefa út skotleyfi á þá, eins og Ólafur Arnarson orðaði það á sínum tíma.

Þá hefði enfremur mátt skoða að meðhöndla innstæður einstaklinga og lögaðila með mismunandi hætti því meðal lögaðila teljast stórir handhafar óbundinna innstæðna sem verða að hafa slíkt aðgengi að fé, þó ekki væri nema vegna launagreiðslna, svo sem sveitarfélög. Eins hefði mátt grípa til skattheimtu til að jafna þetta út. Til dæmis með umtalsverðum einskiptisskatti á innstæður og eða hreinar eignir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“