fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

„Við verðum bara að fara að velja hverjum við ætlum að hjálpa og hverjum ekki“

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. mars 2013 02:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt hverjir hafi talist innherjar eftir tvo dóma sem hafa fallið í innherjasvikamálum eftir hrun. Þess má geta að dómar vegna innherjamála hafa verið nánast óþekktir á Íslandi – það er eins og kerfið hafi varla náð utan um fyrirbærið.

En það var greinilega mikið um að vera í bakherbergjum árið 2008, og það byrjaði löngu fyrir hrun.

Það er forvitnilegt að grípa ofan í tölvupóstssamskipti sem er lýst í dómnum sem féll í innherjasvikamálinu í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Sýnir vel hversu menn í innsta hring voru orðnir meðvitaðir um að staðan væri vonlaus strax síðla vetrar 2008, hálfu ári áður en allt hrundi:

„Eins og ég met stöðuna þá erum við búnir að lána björgunarbátinn okkar nokkrum sinnum og flotti nýi björgunarbáturinn er hálfkláraður í slipp (Citi línan).“ (4. mars 2008)

„..við verðum bara að fara að velja hverjum við ætlum að hjálpa og hverjum ekki“ (4. mars 2008)

„…í minnisblaðinu kemur m.a. fram að reiðufjárstaða Glitnis banka hefði versnað töluvert frá því í febrúar 2008, að lánalína frá bandaríska fyrirtækinu Citigroup að fjárhæð 425 milljónir evra stæði bankanum ekki lengur til boða“ (15. mars 2008)

„Það er fokið í flest þegar erlendir bankar neita að eiga spot viðskipti við okkur. Þá er ekki mikið traust eftir…“ (28. mars 2008)

„…þeir þyrftu að „strategíza og gefa honum svo comfort í hvernig við viljum keyra þetta show“ (27. ágúst 2008)

„…tölvupóstur Erlendar Magnússonar 14. mars 2008 með fyrirsögninni: „Að öðrum kosti verða hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana.“ Þar segir Erlendur að það verði að fá aðstoð frá Seðlabankanum til þess að leysa þetta mál. Það megi ekki bíða fram á síðustu stund. Að öðrum kosti verði hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana.“ (14. mars 2008)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“