fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hyski? – Og merkileg mynd um norska ungliða

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. janúar 2013 22:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lít á ykkur sem hyski.“

Er þetta ekki dæmi um margt sem er andstyggilegt og öfugsnúið í stjórnmálum? Þegar menn fara að líta á pólitíska andstæðinga sem óæðri verur?

Vitleysinga, pakk – eða þaðan af verra.

— — —

Ég var í kvöld að horfa á norska kvikmynd sem heitir Til ungdommen. Hún fjallar um ungliða í norskum stjórnmálahreyfingum í kringum hina hræðilegu atburði í Útey sumarið 2011. Það er merkilegt við myndina að gerð hennar stóð yfir frá því fyrir árásina, hún sýnir þannig tímann á undan og eftir.

Myndin sýnir vel að öll þessi ungmenni, stúlka úr Verkamannaflokknum, strákur úr Hægriflokknum, annar strákur úr Framfaraflokknum og ung stúlka úr Sósíalíska vinstriflokknum, eru ágætar manneskjur, viðkunnannlegar og viðkvæmar, hver á sinn hátt. Þau vilja öll ná árangri í lífinu, en líka gera gagn.

Þeim er fylgt um nokkurt skeið, í gegnum umræðufundi, skólakosningar, já, og í gegnum sorgina eftir Útey. Og svo samstöðuna sem norska þjóðin sýndi. Myndin áréttar mjög greinilega hversu lýðræðið er mikilvægt þegar á reynir og hvað er mikilvægt að sýna öðru fólki virðingu. Ungliðarnir í myndinni lærðu að það var meira sem sameinaði þá en sundraði þeim.

Á sýningu á myndinni kvöld var ung kona sem er ein af eftirlifendunum, hún spilar á gítar í myndinni, atriðið er tekið í Útey skömmu fyrir morðárásina. Margir þeirra sem hlýða á sönginn létu lífið.Og í kvöld söng hún sama lag í Bíó Paradís og lék undir á gítarinn.

Það var býsna magnað.

Myndin er sýnd í BíóParadís um helgina.

Leikstjóri Til ungdommen Kari Anne Moen og Renate Tarnes, sem lifði af árásina í Útey, verða gestir í Silfri Egils á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“