fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Ótrúlegt auraleysi auðmanna, allt tekið að láni

Egill Helgason
Laugardaginn 26. janúar 2013 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá skarpi samfélagsrýnir, Marinó G. Njálsson, rifjar upp þriggja ára gamla bloggfærslu á vef sínum. Hann vekur athygli á henni í framhaldi af fréttum um Skipti, móðurfélag Símans, og endalausa fjárhagsörðugleika þess. Í aðfaraorðum að gömlu bloggfærslunni – sem á svo vel við enn – segir Marinó:

„Fyrir nánast þremur árum birti ég færsluna sem hér er endurbirt í tilefni væntanlegs uppgjörs vegna skulda Skipta, móðurfélags Símans.  Þeir sem rýna í fréttir um það mál, hafa komið auga á að þegar Exista keypti tæplega helmingshlut í Símanum af ríkinu, þá virðist sem Exista hafi ekki lagt krónu í kaupin.  Allt var tekið að láni.  Um þetta fjallaði einmitt færslan mín hér fyrir þremur árum, þ.e. ótrúlegt auraleysi meintra auðmanna.  Þeir skömmtuðu sér háar upphæðir í arð frá þeim félögum sem þeim tókst að komast yfir, en áhætta þeirra við kaupin voru engin, þar sem búin voru til leppfyrirtæki með lágmarksfjárframlagi og síðan tekin lán fyrir öllum pakkanum.  Tekið skal fram að þegar ég skrifaði færsluna, þá var ekki allt komið fram sem núna er vitað og var margt byggt á ágiskunum og innsæi.  Því miður þá hafði ég ekki rangt fyrir mér í einu einasta tilviki.“

Lesið meira hér á síðu Marinós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“