fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Stórhneyksli í breskum matvælaiðnaði – mikill meirihluti kjúklinga sýktur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. nóvember 2014 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hneyksli skekur matvælamarkaðinn í Bretlandi.  Prófanir sýna að 8 af 10 kjúklingum í breskum stórmörkuðum eru smitaðir af kampýlóbakter.

18 prósent af kjúklingunum höfðu kampýlóbakter í miklum mæli, í 6 prósentum tilvika fannst þessi ófögnuður á umbúðum.

Þetta kom í ljós eftir prófanir sem voru gerðar á sex mánaða tímabili.

Verst kom verslanakeðjan Asda út, en hlutfallið var aðeins lægra í Marks & Spencer og Tesco. Þó var kamfplóbakter í meira en tveimur þriðju kjúklinga í þessum verslunum.

Steve Wearne, sem er forstjóri FSA, matvælaeftirlitisins í Bretlandi segir að framleiðendur verði að taka sig verulega á og að neytendur þurfi að vera á verði. Um 280 þúsund manns sýkjast af kampýlóbakter í Bretlandi á hverju ári.

Tim Lange, sem er prófessor í matvælafræði við London City University og ráðgjafi stjórnvalda varðandi matvælaeftirlit, gengur lengra. Hann segir að almenningur eigi að hætta að kaupa kjúklinga. Það þurfi að bregðast hart við þessari fráleitu stöðu. Þetta sé sé eitt stærsta hneyksli í sögu matvælaiðnaðarins í Bretlandi, ekki minna en þegar menn voru að setja alls kyns aukaefni í mat á 19. öld.

 

001_boerderij-image-1473287

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB