fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Noregur: IKEA dæmt fyrir skattaundanskot að hætti Luxleaks

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. nóvember 2014 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA tapaði stóru skattamáli sem fyrir bæjarréttinum í Osló. Dómur var felldur í dag og var IKEA dæmt í öllum ákæruliðum.

Málið snerist um svipað athæfi og álfyrirtæki á Íslandi hafa verið sökuð um. IKEA losnaði við að greiða skatta í Noregi með því að vera sífellt að borga af lánum frá öðrum IKEA fyrirtækum annars staðar í Evópu.

Þetta er líka svipuð aðferð og mátti sjá að fjöldi stórfyrtækja notar í svokölluðu Luxleaks uppljóstrunum.

Vegna þessa lækkaði skattakostnaður IKEA í Noregi um 43 prósent á tímabilinu frá 2008 til 2012.

Bæjarrétturinn í Osló komst að þeirri niðurstöðu að fyrir þessu væru ekki neinar viðskiptalegar ástæður sem vitglóra væri í – aðrar en viðleitni fyrirtækisins til að komast hjá því að greiða skatt.

Vegna dómsins þarf fyrirtækið að borga jafnvirði um 2,2 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar