fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Reykjavík sem ekki varð, Táningabók, Kátt skinn, Níðhöggur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. nóvember 2014 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er einungis mánuður til jóla og Kiljan er á kafi í flóðinu.

Sigurður Pálsson kemur í þáttinn til að ræða um Táningabók, það er síðasta bókin í þríleiknum sem inniheldur líka Minnisbók og Bernskubók.

Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá ljóðabókinni Kátt skinn (og gloría).

Við fjöllum um Reykjavík sem ekki varð eftir, þar rekja Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg hugmyndir að stórhýsum í Reykjavík sem ekki urðu að veruleika.

Emil Hjörvar Petersen er að senda frá sér síðustu bókina í miklum fantasíuþríleik sem nefnist Saga eftirlifenda og segir okkur frá henni. Þetta bindi nefnist Níðhöggur.

Í dagskrárliðnum Bókum og stöðum förum við í Saurbæinn, á slóðir skáldanna Stefáns frá Hvítadal og Steins Steinarr.

Þrjár bækur eru til umfjöllunar hjá gagnrýnendum þáttarins: Skálmöld eftir Einar Kárason, Veraldarsaga mín eftir Pétur Gunnarsson og Hálfsnert stúlka eftir Bjarna Bjarnason.

 

unnamed

Mynd úr bókinni Reykjavík sem ekki varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu