fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Þorsteinn: Af hverju sagði Seðlabankinn það ekki?

Egill Helgason
Föstudaginn 7. nóvember 2014 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill fengur fyrir Eyjuna að Þorsteinn Pálsson skuli vera farinn að skrifa vikulega pistla hér á vefsvæðið.

Þorsteinn er ekki maður stórra orða, en greinar hans eru skrifaðar af þekkingu og rökfestu. Maður þarf ekki alltaf að vera sammála honum, en maður græðir yfirleitt eitthvað á lestrinum.

Í pistli sem birtist í dag og ber yfirskriftina Er hroki í boðskap Seðlabankans? leggur Þorsteinn út af tveimur atburðum í vikunni, mótmælum á Austurvelli og stýrivaxtalækkun Seðlabankans og ræðu sem Már Guðmundsson flutti af því tilefni.

Þar talaði Már Guðmundsson um að bjart væri framundan í íslensku efnahagslífi, en varaði við launahækkunum.

Þorsteinn skrifar:

Fullyrðing bankans um að útlendingar horfi með stjörnur í augunum til efnahagsundursins hér rímar illa við það álit að útilokað sé að borga sömu laun og þau lönd sem sögð eru öfunda okkur svo mikið.

Þó að rétt sé að halda til haga góðum árangri þarf að segja satt um veikleikana sem gera það að verkum að við stöndum ekki jafnfætis grannþjóðunum. Þær öfunda okkur ekki af miklu minni framleiðni, gjaldeyriskreppu, höftum, lánshæfismati við mörk ruslflokks, neikvæðu framlagi útflutnings til hagvaxtar og spá um viðskiptahalla. Af hverju sagði Seðlabankinn það ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal