fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Afhjúpun: Skattsvik stórfyrirtækja í gegnum Lúxemborg

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á öld þegar stórfyrirtæki geta keypt heila stjórnmálaflokka, nánast eignast ríkisstjórnir og hafa heri lögfræðinga á sínum snærum til að móta lögin, fara á snið við þau, reka erindi sín.

Við finnum áhrif þessa út um allan heim – líka á Íslandi. Og stórfyrirtækin hafa líka feikilegt afl til að móta almenningsálitið sér í hag.

Á vef International Consortium of Investigative Journalists má nú lesa gögn – byggð á leka – sem sýna hvernig stórfyrirtæki nota skattaskjól í Lúxemborg til að komast hjá því að greiða skatta í öðrum löndum.

Það eru milljarðar á milljarða ofan sem fara þarna í gegn, en meðal fyrirtækja sem þarna eru nefnd til sögunnar eru Pepsi, IKEA, AIG og Deutsche Bank.

Í einu húsi, Rue Guillaume Kroll númer 5, eru staðsett 1600 fyrirtæki.

Það fylgir svo sögunni að endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers aðstoði mörg af þessum fyrirtækjum við skattaundanskotin.

Þarna er meinsemd sem þarf að komast fyrir – lýðræðisríki geta ekki þola að stórfyrirtæki og fjármálaöfl séu utan og ofan við samfélagið.

icij-main-marquee-no-luxleaks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal