fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Minnkandi aðdráttarafl Þingvalla og stórhátíðir íslenska ríkisins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. nóvember 2014 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, var að ræða það um daginn að ekki væri seinna vænna en að fara að undirbúa alþingishátíð á Þingvöllum 2030.

Slík alþingishátíð var haldin á Þingvöllum 1930 og þótti merkur viðburður í sögu hins nýfullvalda ríkis, svo var lýðveldið stofnað á Þingvöllum 1944, þar var fagnað 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974, svo var það 50 ára lýðveldisafmælið 1994 og loks kristnitökuafmælið árið 2000.

Fimm stórar hátíðir á Þingvöllum á 70 árum.  Það er allnokkuð. Reyndar má geta þess að dálítið fjaraði undan hátíðunum eftir því sem á leið. Hátíðin 1974 þótti einstaklega leiðinleg, 1994 var stóra þjóðvegahátíðin og 2000 var fámennt.

Sigrún setti raunar líka fram þá hugmynd að nýtt þing gæti komið saman á Þingvöllum eftir kosningar. Tók reyndar sjálf fram að það sé rómantísk hugmynd.

Ýmislegt er að skoða í þessu sambandi – eins og til dæmis að Alþingi hefur komið saman í Reykjavík síðan 1844. Það var fyrst í Latínuskólanum, nú MR, og svo í Alþingishúsinu. Þinghaldið þessi 170 ár kemur Þingvöllum sáralítið við, þótt þar hafi verið þingstaður til forna.

Áður en Alþingi var endurreist var reyndar deilt um þingstaðinn, Fjölnismenn og Jónas Hallgrímsson vildu að Þingvellir yrðu fyrir valinu, Jón Sigurðsson kaus Reykjavík. Það var talið raunsærra. Þingið á Þingvöllum hafði gengið í gegnum langt niðurlægingarskeið áður en það var lagt niður 1798. Þá var þar aðallega dómstóll – og ekki alltaf vel þokkaður á tíma þegar alþýða bjó við harða kúgun.

Annað sem hefur breyst er að Þingvellir hafa ekki sama sess í vitund þjóðarinnar og áður. Á 19. öld var „skundað á Þingvöll“, þar voru haldnir Þingvallafundir og sendar bænaskrár til konungs. Þegar bílar komu fyrst til Íslands urðu Þingvellir vinsæll staður fyrir skemmti- og lautarferðir – þeir voru í mátulegri fjarlægð frá þéttbýlinu.

Nú flengist fólk á jeppum upp um fjöll og firnindi. Aðrir staðir þykja tilkomumeiri en Þingvellir. Helgustu vé íslenskrar náttúru eru í raun uppi á hálendinu þangað sem enginn fór áður. Þingvellir hafa ekki sama aðdráttarafl og áður – ekki bæta úr skák sumarbústaðirnir sem eru mjög skringilega niðurkomnir inni í þjóðgarðinum og mengun í vatninu sjálfu. Og það er ekki einu sinni almennileg veitingasala á svæðinu – þótt húsið hafi verið illa farið var óneitanlega nokkur hátíðarbragur yfir því að fara á Hótel Valhöll.

Þingvellir_from_the_information_centre

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“