fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Lífskjarabylting – með eða án sæstrengs?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. október 2014 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar margir hafa deilt á Facebook viðtali við Jón Steinsson hagfræðing sem flutt var á Rás 2 í gær.

Þar sagði Jón að tækifæri væru til að stórbæta lífskjör á Íslandi.

Jón nefndi tvennt í þessu sambandi:

Uppboð á aflaheimildum sem gæti skilað 10 til 30 milljörðum króna í ríkiskassann árlega.

Og sæstreng til Bretlands sem gæti skilað 50 milljörðum í ríkissjóð á ári. Hann segir að nú séu álfyrirtæki að fá orkuna á „tombóluverði“.

Í samantekt um viðtalið segir:

Það er til staðar tækifæri til að gjörbylta lífskjörum á Íslandi vegna þess að Íslendingar búa yfir verðmætum náttúruauðlindum. Norðmenn eru ríkasta þjóð í heimi, við búum yfir náttúruauðlindum sem eru ekki ósvipaðar að verðmætum á hvern íbúa. Við gætum alveg eins verið jafn rík og Norðmenn.“

Jón segir fjársterka hagsmunaaðila standa í vegi fyrir þessum breytingum; þeir hafi tögl og haldir í umræðunni og beiti „linnulausum áróðri“.

Það er samt svo skrítið að þegar bent var á að þessi lífskjarabylting Jóns fæli í sér umræddan sæstreng – kannski lásu menn aldrei lengra en fyrirsögnina – þá reyndust flestir sem deildu fréttinni eða tjáðu sig vera á móti slíkri framkvæmd.

Og ekki heyrði ég betur í viðtalinu en að Jón mælti með einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu