fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Ljósmyndaverk Sigurðar, þrjár kynslóðir kvenna, Sauðlauksdalur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. október 2014 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um nýútkomna bók sem inniheldur öll ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar frá árunum 1970 til 1982. Þessi verk eru í senn ljóðræn og fyndin og hafa borið hróður Sigurðar víða um lönd.

Helga Guðrún Johnson segir frá bókinni Saga þeirra, sagan mín. Þarna er rakin saga þriggja kynslóða kvenna, sú elsta, Katrín Thorsteinsson, átti barn með Hannesi Hafstein, dóttir hennar, Ingibjörg Briem, giftist auðugum Breta en þjáðist af alkóhólisma – sagan er sögð af sjónarhóli dóttur hennar, Katrínar Stellu Briem.

Anton Helgi Jónsson flytur ljóð úr bókinni Tvífari gerir sig heimakominn. Við fáum að heyra hverjar eru uppáhaldsbækur Ásdísar Þórólfsdóttur spænskukennara. Í dagskrárliðnum Bækur og staðir förum við í Sauðlauksdal.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Koparakur eftir Gyrði Elíasson, Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Stundarfró eftir Orra Harðarson.

 

8cb0c51421e13f5f1b8f6c1bfba6d2d4

Fjall eftir Sigurð Guðmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin