fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Vetrarfrí og gamla leiðin um Hvalfjörð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. október 2014 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarfrí í skólum kemur alltaf svolítið flatt upp á mann. En nú er það að byrja og stendur fram í næstu viku.

Forsjált fólk er löngu búið að skipuleggja þessa daga, vænti ég, en við sem eigum erfitt með að hugsa langt fram í tíman vitum ekkert hvað við ætlum að gera með börnunum.

Hvalfjarðargöngin verða lokuð dagana meðan fríið stendur yfir, það á víst að laga til þar inni. Maður heyrir fólk segja að þetta sé vond tímasetning, það hljóti að verða meiri umferð en ella vegna vetrarfrísins.

En þá er bara að njóta þess að fara gömu leiðina um Hvalfjörð og rifja upp endurminningar þaðan.

Sú var tíðin að leiðin um Hvalfjörð þótti svo löng og ströng að ekki dugðu færri en þrjár stórar sjoppur – Botnskáli, Olíustö0ðin og Ferstikla.

Best þótti að stoppa í hverri einustu sjoppu. En svo voru reyndar aðrir sem ekki vildu versla hjá Esso – og svo hinir sem vildu ekki kaupa neitt hjá Shell. Á þeim árum var mjög pólitískt hvar maður keypti bensín.

Í Hvalfirðinum urðu börn sem voru á leið út á land gjarnan mjög bílveik. Þar var ekki bara um að kenna vondum og hlykkjóttum vegi eða hinni hamslausu neyslu á sjoppufæði, heldur líka því að á þeim árum reykti fólk í bifreiðum.

Fyrir börn sem ferðuðust í rútum gat þetta verið algjör martröð, þegar blandaðist saman lykt af sígarettum og London Docks-vindlum, bílstjórar reyktu þá einatt, harðfiski sem gjarnan var dreginn fram í bílferðum og blautum lopapeysum.

 

Ferstikla

Ferstikla, ein af sjoppunum í Hvalfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina