fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Kvikmyndin sem fær nær örugglega Óskarsverðlaunin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. október 2014 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Boyhood var á tveimur sýningum á Riff, og síðan hefur hún verið í Háskólabíói, ég sé hún er sýnd þar í dag klukkan 17.40. Á einni sýningu.

Ég skil eiginlega ekki að þessi mynd skuli ekki vekja meiri athygli. Að minni hyggju er nær öruggt að hún fær Óskarsverðlaun og það fleiri en ein. Hún keppir ábyggilega um bestu leikstjórn, besta leik, bestu kvikmyndatöku – og um að vera kosin besta myndin.

Það er barasta enginn efi á því. Hvar sem myndin er sýnd er hún ausin lofi.

Hún kom einhvern veginn alveg óvænt þessi mynd, sem er skrítið, því hún hafði verið í vinnslu í meira en áratug. Menn áttu kannski ekki von á miklu, þetta eitthver megursta ár í sögu Hollywood. Boyhood er kærkomið frávik frá ofurhetjumyndum og myndum sem byggja á teiknimyndasögum.

Þegar ég sá myndina í sumar skrifaði ég:

Við Kári fórum þarna í bíó í kvöld og sáum bandaríska mynd sem fer sigurför um heiminn. Hún nefnist Boyhood er og eftir Richard Linklater. Hann fékk þá snjöllu hugmynd að gera mynd um líf drengs og fjölskyldu hans og taka hana á löngu árabili. Það er semsagt alltaf sami drengurinn sem fer með aðalhlutverkið, við fylgjumst með honum frá því hann er smástrákur og þangað til hann fer í háskóla. Það hafa verið gerðar heimildarmyndir með þessu sniði, en varla leiknar kvikmyndir.

Þetta er afskaplega vel heppnuð kvikmynd. Hún fjallar um fólk sem er fullkomlega venjulegt. Það gerist heldur ekki mjög mikið, nema það sem hendir fólk í hversdagslífinu. Skilnaður, alkóhólismi, kærustumissir, ístöðuleysi – en það er aldrei farið út í neitt sem myndi gera myndina að sápu. Þetta er löng mynd, meira en tveir og hálfur tími, en hún heldur manni mestanpart – er mannleg og afar sannferðug, fyndin en stundum döpur

Hún fjallar ekki bara um hlutskipti barnsins heldur líka um foreldrahlutverkið – og það að sjá börn sín vaxa úr grasi, verða að sjálfstæðum einstaklingum, fjarlægjast mann. Þar er brugðið upp smámyndum sem fanga þetta svo vel að ég verð að viðurkenna að ég, faðir tólf ára drengs, táraðist. Kári, sonur minn, segir að ég sé að verða viðkvæmur með árunum – sentimental.

Það getur ekki annað verið en að þessi mynd eigi eftir að verða mjög áberandi á Óskarsverðlaununum, hún hefur fengið framúrskarandi góða dóma. Það er ekki bara að maður sjái drenginn, leikinn af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi, frá því hann er 6 ára og þangað til hann er 18 ára, heldur sér maður hvernig foreldrar hans, leiknir af Patricia Arquette og Ethan Hawke, eldast smátt og smátt.

ellarmaster

Hér sjáum við hvernig Ellar Coltrane, sem leikur drenginn Mason í Boyhood, eltist meðan á tökum myndarinnar stóð – í tólf ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina