fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Hvernig náum við í upplýsingar um skattsvik?

Egill Helgason
Laugardaginn 27. september 2014 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkið keypti upplýsingar um eignir þýskra borgara í skattaskjólum og þær uppljóstranir höfðu feikileg áhrif og urðu tilefni mikilla umræðna í þarlendum fjölmiðlum. Í þessu fólst ekki síst ákveðin viðvörun, ekki bara um að skattsvikarar yrðu sóttir til saka, heldur líka að þeir gætu misst æruna ef upp um þá kemst.

Því skattsvik eru alvarlegur glæpur. Sá sem svíkur undan skatti er að láta aðra borga fyrir sig heilbrigðis- og velferðarþjónust, vegi, lögggæslu og margt margt fleira.

Nú stendur íslenskum yfirvöldum til boða að kaupa upplýsingar um skattaundanskot – og ef til vill skattsvik – fjölmargra Íslendinga. Skattrannsóknarstjóri telur að gögnin séu mikilvæg, það er fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort þau verða keypt.

Lesandi síðunnar vildi koma eftirfarandi hugmynd á framfæri:

Ég er með hugmynd sem ég veit ekki hvernig ég á að koma á framfæri svo gagn sé í. Vonandi getur þú hjálpað mér í þessu.

Hugmyndin er (það má útfæra hana á ýmsa vegu):

Við kaupum upplýsingarnar sem eru í boði. Ef fjármálaráðherra hleypur undan ábyrgð þá á að stofna til landssöfnunar. Við megum ekki við að láta svona tækifæri ónotað.

Tilkynnt verður að þeir sem eigi peninga erlendis geti, að þýskri fyrirmynd, innan ákveðins tíma að eigin frumkvæði skilað þeim heim og sleppi þá við tugthús og kannski fleira. Brotin eru mismunandi og misalvarleg. Allir hafa þeir brotið gjaldeyrislög, sumir skattalög og sumir eitthvað enn alvarlegra. Þeir sem ekki skila inn verða sóttir til saka af fullri hörku.
Jafnvel þó ekki sé vitað fyrirfram hvort þessar aðkeyptu upplýsingar nægi til að sakfella, þá má gera ráð fyrir því að ógnin ein skili árangri.

Peningana sem koma út úr þessu mætti síðan nota til að fjármagna spítalana okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina