fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Enginn áhugi á stjórnarskrárbreytingum, segir Sigurður

Egill Helgason
Laugardaginn 13. september 2014 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður sagt að það hafi verið nokkurs konar fokkmerki til þeirra sem vilja breytingar á stjórnarskránni að gera Sigurð Líndal að formanni stjórnarskrárnefndar.

Því Sigurður hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni – og hann hefur líka tönnlast á því að ekki sé til neitt sem heitir þjóðareign.

Nú hefur Sigurður verið formaður stjórnarskrárnefndar í heilt ár og þá er greinilegt að honum þykir sjálfum nóg komið. Hann vill ekki breyta stjórnarskránni sjálfur og hann finnur að ríkjandi stjórnvöld hafa engan áhuga á því heldur. Sigurður telur að jafnvel þótt nefndin myndi „skila frá sér góðu plaggi yrði ekkert gert með það“. Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag.

10687461_10152770050939273_335642725592132206_o-1

Eftir situr höfuðlaus stjórnarskrárnefnd og þarf væntanlega að finna henni nýjan formann – eða hvað?

Þegar nefndin var kynnt fyrir ári sagði í frétt:

Stefnt er að því að vinnu nefnd­ar­inn­ar ljúki tím­an­lega svo að hægt sé að samþykkja frum­varp til breyt­inga á stjórn­ar­skránni á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili en unnt er að áfanga­skipta vinn­unni eft­ir því sem henta þykir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu