fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Framboðið á flugi í vetur – mikið flogið til Bretlands en lítið til Þýskalands

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. ágúst 2014 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hinum prýðilega ferðavef turisti.is má lesa hvaða flugfélög fljúga til og frá Íslandi næsta vetur.

Mesta athygli vekur náttúrlega Easy Jet sem flýgur á ýmsa staði á Bretlandi, en líka til Genfar og Basel – það er allt í einu auðvelt að komast milli Íslands og Sviss.

Hins vegar er furðulegt hversu lítið er flogið til Þýskalands yfir veturinn, sérstaklega ef miðað er við hið mikla framboð á flugi milli Íslands og Þýskalands á sumrin. Eina flugið til heimsborgarinnar Berlínar er Wow þrisvar í viku, Icelandair flýgur daglega til Frankfurt og nokkrum sinnum í viku til München.

Margir Bretar koma hingað í helgarferðir yfir veturinn og Íslendingar fara á fótboltaleiki á Englandi. Þó má segja að miklu hagkvæmara sé fyrir Íslendinga að fara til Þýskalands, því verðlag þar er lægra og á það við um mat, gistingu, samgöngur og fatnað.

Ekki er hægt að segja að samkeppnin sé ýkja mikil hérna á veturna, eða eins og segir á turisti.is:

Af þessum þrjátíu og tveimur flugleiðum sem í boði verða í vetur þá er aðeins samkeppni á fimm þeirra. Til Oslóar og London fljúga þrjú félög og Icelandair og WOW air fljúga daglega til Kaupmannahafnar. Þeir sem ætla í fótboltaferð til Manchester geta áfram valið á milli easyJet og Icelandair og ef ferðinni er heitið til Parísar þá fjúga bæði WOW air og Icelandair þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!