fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Þorpið Ano Meria, langlífi, mataræði og gamlir lífshættir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. júlí 2014 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér utar á eyjunni er sveitaþorpið Ano Meria sem mér er sagt að minni helst á Grikkland eins og það var á sjötta áratug síðustu aldar.Húsin eru flest lágreist, ekki nema ein hæð. Bærinn stendur á brattri hæð, hæst á eyjunni.

Þarna má enn sjá bændur sem nota asna til að flytja nauðsynjar. Geitur og sauðfé er í hlíðunum – nautgripir eru heldur sjaldséðir. Þarna er ræktað ljúffengt grænmeti, en vatnsbúskapurinn hefur samt alltaf verið erfiður. Vatn er að finna í brunnum í hlíðunum. Nú er hægt að flytja það með bílum, en áður höfðu bændurnir ekki nema asna til þess.

Þetta er vindasamur staður – og þarna hefur aldrei verið ríkidæmi. Efnahagurinn batnaði með tilkomu ferðamanna sem fóru fyrst að sjást á áttunda áratugnum. Nokkra búbót er líka að hafa af fiskveiðum.

Fólkið í Ano Meria hefur verið rannsakað með tilliti til langlífis. Það verður nefnilega fjarskalega gamalt. Maður er strögglast við að komast upp bratta brekku, sem eru þarna út um allt, og þá þeytist framhjá manni lágvaxin gömul kona sem virðist vera hundrað ára – einkennilega sporlétt.

Það er sagt að mataræðið í Ano Meria sé afar gott. Geitamjólk, geitaostar, jógúrt, mikið grænmeti, fiskur, kjöt í mjög hóflegu magni. Aðalmáltíðin er milli þrjú og fjögur, svo er siesta – um kvöldið er borðaður léttur verður.

Þetta er góður matur. Grænmetið er ferskt og afar bragðgott. Lambakjötið finnst mér betra en það íslenska, Grikkir kunna einstaklega vel að grilla kjöt. Og fiskurinn kemur beint úr sjónum – úr honum er líka matreidd ljúffeng súpa.

Þetta er stórkostlegur staður og merkilegt að hafa kynnst ásýnd gamla Grikklands. Nú er þetta farið að breytast, það er einkum áberandi að Ítalir hafa keypt sér hús í þorpinu eða byggt ný. Þeir mega þó eiga að þetta gera þeir af smekkvísi, í anda aldagamallar byggingahefðar sem byggir á hlöðnum steini og hvítkölkuðum veggjum.

Það er mikill uppgangur í túrismanum í Grikklandi. Menn hér tala um að það sé eins og árið 2007 sé komið aftur. Það stefnir allt í metár. Og það eru metárin sem geta breytt þorpum eins og Ano Meria nokkuð hratt. Bara á þessu ári hafa opnað þar tvö ný veitingahús – ítölsk hjón bjóða þar til dæmis upp á bestu pitsur sem ég hef fengið.

IMG_3286

Gömul kona frá Ano Meria.

 

IMG_3889

Bóndi frá Ano Meria gengur með byrðar sínar í átt til þorpsins. Takið eftir ræktuninni sem fer fram á stöllum sem hafa verið hlaðnir í aldanna rás til að nýta jarðveginn. (Mynd: Kári Egilsson.)

IMG_3902

Horft suður yfir Eyjahafið frá Ano Meria (Mynd: Kári Egilsson.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?