fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Dauðar verslunarkringlur

Egill Helgason
Laugardaginn 21. júní 2014 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Uberti skrifar í Guardian um dauða amerísku verslunarmiðstöðvanna, það sem heita malls á ensku.

Þessar verslunarmiðstöðvar sem eru út um allt í Bandaríkjunum eru tákn úthverfalífsins. Þangað er ekki hægt að komast nema á bílum. Þær eru mjög innhverfar, ljótar að utan, með stórum bílastæðum, en inni býr heimur ofgnóttar.

Hann nær hámarki hvert ár á hinum svokallaða svarta föstudegi þegar verðið hrapar og fólk þyrpist í milljónatali í verslunarkringlurnar.

En nú eru verslunarmiðstöðvar að fara á hausinn út um öll Bandaríkin. Það þykir ekki jafn eftirsóknarvert og áður að hafa verslunarpláss í þeim.

Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Fólk er aftur farið að leita inn í borgirnar – þar er að verða uppgangur. Ungu fólki þykir eftirsóknarvert að búa nærri miðborgum. Það þykir ekki spennandi að keyra langar leiðir á hverjum degi og það er heldur ekki umhverfisvænt.

Önnur skýring er að kaupmáttur hefur einfaldlega minnkað. Fólk er ekki jafn stórtækir neytendur og á blómatíma úthverfamenningarinnar.

Og svo er það aukin verslun á netinu – hún er ekki síst hjá þeim sem annars sækja verslunarmiðstöðvar.

Hér má svo finna mjög skrítna vefsíðu sem ber nafnið Dead Malls.

08f6956c-6c0b-4dba-b659-5998e875872f-1020x653

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“