fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Útrásin og alþjóðaviðskiptin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. júní 2014 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi dálítið einkennilega grein birtist í Morgunblaðinu í dag, höfundur er óþekktur en kallar sig Innherja. Hann er að mælast til þess að útrásin hefjist hefjist aftur. En í greinini birtist nokkuð bágur söguskilningur. Þarna er fjallað um hugtakið útrásarvíkingur, sem var þokkalega jákvætt framan af en hefur nú afar neikvæða merkingu.

Greinarhöfundi virðist ekki vera kunnugt um að einn sá maður sem aðallega hélt þessu á lofti var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem gerðist einn ákafasti talsmaður útrásarvíkinga og ímyndarsmiður þeirra.

Þarna er talað um að nauðsyn sé að reisa „útrásina til vegs og virðingar“, sé erfitt að sjá hvernig megi tryggja góð lífskjör hér á hjara veraldar án hennar.

En „útrásin“ hefur auðvitað aldrei hætt. Hún var til staðar áður en „útrásarvíkingarnir“  hér um með eyðandi afli sínu og settu allt á hausinn og hún hélt áfram eftir það.

Íslendingar selja fisk víða um heim og sum útgerðarfyrirtæki íslensk starfa alþjóðlega, fyrirtæki eins og Marel, CCP og Össur eru enn til, þau hafa bara aldrei verið kennd við „útrás“. Plain Vanilla er fyrirtæki sem sækir fram á alþjóðavettvangi, en við köllum það ekki „útrás“. Það er meðal annars miklu markaðsstarfi erlendis að þakka að útlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið.

Íslendingar eiga auðvitað að sækja fram í alþjóðlegum viðskiptum. Landið hérna er smátt – oft alltof smátt fyrir framtaksamt fólk. En nú er það sem helst hamlar gjaldeyrishöft – sem eru meðal annars ríkjandi hér vegna þess furðulega liðs sem stóð fyrir síðustu „útrás“.

Annars bregður fyrir í greininni orðinu „athafnaskáld“, það er sprottið af orðinu „athafnamaður“ sem er væntanlega íslensk þýðing á „enterpreneur“. Athafnamenn voru áberandi á síðum Morgunblaðsins í eina tíð – yfirleitt voru þetta karlar sem höfðu af eigin rammleik byggt upp útgerðarfyrirtæki úti á landi. Upp úr því varð svo til athafnaskáldið.

Orðið minnir reyndar nokkuð á rússnesku konstrúktívistana og ítölsku fútúristana á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar, menn sem sáu skáldskap í athafnasemi, framförum og vélvæðingu.

10500404_10152537965854289_5651366692891050616_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“