fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Leigubílaferð með Mustafa

Egill Helgason
Föstudaginn 13. júní 2014 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður fær oft greinargóðar upplýsingar af því að tala við leigubílsstjóra.

Ég er stadur í Berlín og í dag átti ég langa bílferð með Mustafa frá Tyrklandi. Hann sagðist vera þriggja barna faðir.

Ég spurði hann hvernig honum þætti að búa í Þýskalandi?

Hann sagði að það sveiflaðist svolítið með efnahagsástandinu, en almennt væri Þýskaland frjálslynt lýðræðisríki.

Og Berlín væri borg þar sem frjálslyndi og umburðarlyndi væri í hávegum haft.

Sjálfur sagðist hann vera múslimi og stundaði mosku. Konan hans bæri höfuðklút – og það væri helst að óvild og fordómar bitnuðu á henni.

Til dæmis væru konur með höfuðklúta síður gjaldgengar í ýmis störf.

Ég sagði honum að formaður félags múslima á Íslandi væri borinn og barnfæddur Íslendingur – sem hefði kynnst trúarbrögðunum á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann væri gáfaður og frjálsyndur maður og góður vinur minn.

Mustafa fannst merkilegt að heyra það.

Þetta var afskaplega viðkunnanlegur maður, við kvöddumst með virktum og báðum öfgamenn aldrei að þrífast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni