fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Ekki Viðreisnar von?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. júní 2014 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af stofnfundi Viðreisnar vita ekki á sérlega gott fyrir þessa hreyfingu.

Á myndunum er ekki að finna sérstakt þungaviktarfólk – en talsvert af einstaklingum sem hafa verið óánægðir á útjöðrum hér og þar.

Nú er ekki vitað hvort Benedikt Jóhannesson ætlar að verða formaður flokksins, en yfirleitt er það honum sem er teflt fram.

Svör hans í viðtali við DV vekja ekki traust. Þau eru furðu léttúðug af manni sem ætlar sér eitthvað í stjórnmálum.

Hann segir að menn hafi verið „dálítið plataðir út í Íraksstríðið“.

Að íslenska bankahrunið hafi aðallega verið almenningi og fjölmiðlum að kenna.

Önnur svör Benedikts eru í þessum anda – slöpp og léttvæg.

Manni sýnist líka að á stofnfundinn hafi mætt menn sem er afskaplega mikið niðri fyrir varðandi mál sem geta eyðilagt nýjar stjórnmálahreyfingar. Þeir geta verið sammála um inngöngu í ESB, en þarna eru mál sem brenna heitt á sumum og vekja mikið óþol.

Kvótamálið og verðtryggingin.

Ég hafði líka rangt fyrir mér um daginn þegar ég talaði um að Viðreisn væri gott nafn á stjórnmálahreyfingu. Það er það alls ekki.

Viðreisn er nafn á ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi. Hún er partur af sögu þess flokks. En fæstir þekkja þetta núorðið – og í raun bendir nafnið til þess að þeir sem finna það upp séu með hausinn og hugann inni í Sjálfstæðisflokknum og einhverri kremlólógíu þar innandyra. Það er frekar eins og verið sé að kallast á við Björn Bjarnason en unga kjósendur í landinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni