fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

BF í Hafnarfirði vill að allir stjórni saman

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. júní 2014 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að sjá hvað Björt framtíð er að gera í Hafnarfirði.

Hún vill að í staðinn hefðbundinna meirihlutaviðræðna í bæjarstjórninni ræði allir flokkar saman.

Í sveitarstjórnarlögum stendur ekkert um að mynda skuli meirihluta í bæjarstjórnum, heldur er þetta siður sem er orðinn algjörlega rótgróinn.

Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að allir flokkar og bæjarfulltrúar starfi saman að heill bæjarfélagsins – í staðinn fyrir að leggjast í flokkspólitískan garra og útilokun.

Guðlaug Kristjánsdóttir, sem skipar fyrsta sætið hjá BF, segir á Vísi:

 Við vorum aldrei tilbúin að mynda hefðbundinn meirihluta og taka einhverja U-beygju. Þetta kom hinum flokkunum vissulega á óvart. Í ellefu manna bæjarstjórn eru margir með mismunandi bakgrunn og kemur úr allskonar rekstri. Við viljum nýta krafta allra.

Þetta virðist koma dálítið flatt upp á bæjarfulltrúa hinna flokkanna í Hafnarfirði, en úrslit kosninganna voru þannig að erfitt er að mynda meirhluta án Bjartrar framtíðar. Hún er í oddaaðstöðu.

Ef Björt framtíð er ekki með eru ekki aðrir meirihlutar í kortunum en Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða Vinstri grænna.

gudlaug

Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum