fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Úrelt skipulag við Austurhöfn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júní 2014 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt eldist jafn illa og hugmyndir okkar um framtíðina.

Þetta getur líka átt við um borgarskipulag. Á tuttugustu öldinni sáum við uppgang módernismans, það átti helst að ryðja öllu gömlu og úreltu burt og byggja nýtt. Svo varð afturhvarf frá þessu og menn áttuðu sig á gildi gamalla bygginga og bæjarhluta.

Ákveðin viðhorfsbreyting varð á Íslandi við hrun efnahagskerfisins. Hverfið í kringum Borgartún byggðist upp á árunum fyrir hrun og þá voru líka uppi hugmyndir um að rífa fjölda húsa við Laugaveg. Þar átti meðal annars að troða stórri byggingu Listaháskóla Íslands.

Nú er eins og menn séu orðnir fráhverfir þessum hugmyndum. Þær minna á árin fyrir hrun og einnig er að flykkjast hingað fjöldi ferðamanna sem kann augljóslega að meta gömlu byggðina í Reykjavík. Það hefur reyndar oft verið svo að útlendingar þurfa að opna augu okkar fyrir því sem er raunverulega verðmætt hér á Íslandi.

Í Fréttatímanum í síðuststu viku birtist grein þar sem er fjallað um skipulag Austurhafnarinnar í Reykjavík, svæðisins milli Miðbæjarins og Hörpu.

Skipulagið er frá því 2006.

Blaðið hefur eftir Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, að skipulagið sé barn síns tíma.

„Það er mikið byggingarmagn þarna. Ef við værum að gera þetta deiliskipulag núna, í samræmi við nýtt aðalskipulag, þá væri það eflaust af öðrum toga. Nú er áhersla á staðaranda og sérkenni Reykjavíkur og tengsl við eldri byggð höfð að leiðarljósi við þéttingu byggðar. En eldri deiliskipsáætlanir falla ekki úr gildi þó við setjum nýja stefnu í aðalskipulagi.“

Ólöf segir að í samningaviðræðum borgarinnar við lóðahafa hafi byggingamagn aðeins verið minnkað, byggingarnar séu samt sem áður háar – á þessu viðkvæma svæði.

Hilmar Þór Björnsson arkitekt, sem heldur úti bloggi um arkítektúr og skipulagsmál hér á Eyjunni, segir:

„Borgin vann af mikilli alúð að undirbúningi að samkeppninni um svæðið umhverfis Ingólfstorg sem lauk árið 2012. Þar var markvisst unnið að því að halda í staðaranda og sérkenni miðborgarinnar. Áherslan þar var í samræmi við skipulag Kvosarinnar frá árinu 1986 þar sem hæðir húsa voru stallaðar frá tveimur upp í sex hæðir. Þess vegna kemur það mér á óvart að öll sú vinna og umræða hafi ekki skilað sér í nýju deiliskipulagi við Austurhöfn. Hlutföllin þar eru algjörlega á skjön við það sem menn höfðu áður sæst á. Við endurskoðun deiliskipulagsins voru aðalbreytingarnar þær að gatnamót Tryggvagötu og Kalkofnsvegar voru lagfærð og húsin lækkuð aðeins. Það sem þurfti að gera var að leggja áherslu á að deiliskipulagið tæki mið af þeirri stefnu sem tekið hefur verið mið af í Kvosinni, með styttri húslengdum, stölluðum húsahæðum, kannski frá þrem upp í sjö og auðvitað með fjölbreytilegri húsagerðum.“

Streetview-Austurhofn-R12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum