fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur ekki á móti moskubyggingu

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. júní 2014 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Magnús Egilsson átti þetta samtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Sprengisandi í morgun, Fyrst var hann spurður hvernig hann skýrði fylgisaukningu Framsóknarflokksins:

„Þær hafa lagt á sig mikla vinnu og hafa vakið mikla athygli. Þó eitt mál hafi verið mest áberandi í umræðunni þá hjálpaði þeim að hafa líka verið með sterkan ,málefnagrunn á öðrum sviðum.“

Hvað finnst þér um að borgin hafi úthlutað þessari lóð fyrir mosku?

„Ég ætla ekki að blanda mér í hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. Skipulagslega get ég alveg skilið að menn geri athugasemdir við þetta. Þarna var gert ráð fyrir grænu svæði, á miðpunkti höfuðborgarsvæðisins. Og það er ekkert óeðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á um hvernig á að nýta slíkt svæði.“

Gefum okkur að þú værir kjósandi í Reykjavík og við kysum um hvort moskan fengi að rísa í Sogamýri, eða ekki, hvernig greiddir þú atklvæði?

„Ef staðan væri sú að menn væru að velta fyrir sér hvað ætti að gera við þetta svæði myndi ég styðja að þar yrði almenningsgarður, þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins.“

Að moska yrði þá byggði annarsstaðar eða ekki?

„Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“

Myndir þú vilja að moska yrði þá byggð annarsstaðar en þar sem rætt hefur verið um að hún rísi? Að hún verði byggð eða ekki.

„Ég hef fyrst og fremst skoðun á hvernig byggingar falla að umhverfinu, ekki hvað menn gera í byggingunum. Moskur, eða önnur hús, geta menn byggt ef þær falla vel að umhverfinu.“

Semsagt, þú gerir engar athugasemdir við að múslimir byggi sér bænahús?

„Nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Í gær

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni