fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Myndun meirihluta í borginni virðist fremur einföld – en Halldór og Dagur starfa saman í SÍS

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. júní 2014 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir útilokar samstarf við Framsóknarflokkinn í borgarstjórn. Samfylkingin og Björt framtíð eru varla að fara að starfa með Framsókn heldur.

Á Sprengisandi í morgun kom upp úr dúrnum að Halldór Halldórsson og Dagur B. Eggertsson væru formaður og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þar ættu þeir gott samstarf.

Eitt einkenni síðustu borgarstjórnar var að borgarfulltrúar gátu þar unnið saman þvert á flokkslínur. Þetta áréttaði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á Sprengisandi.

Sums staðar mæltist þetta reyndar illa fyrir, eins og til dæmis á Mogganum – kannski stefnum við í borgarstjórn þar sem verða meiri átök. Maður sér þó varla fyrir sér að hinn margreyndi sveitarstjórnarmaður, Halldór Halldórsson, muni fara þá leið. Það er einfaldlega ekki hans stíll.

Þorbjörg Helga stakk upp á því að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur færu í samstarf – það gæti snúist um úrbætur í menntamálum og átak gegn því böli sem er atvinnuleysi meðal ungs fólks, fjölgun bótaþega og mikið álag á félagsþjónustuna vegna þess.

Þetta verður þó varla.

Nokkuð einsýnt er að Sóley Tómasdóttir gengur til liðs við Dag og Björn Blöndal í nýtt meirihlutasamstarf.  Samfylking og BF eru bundin trúnaði í borginni og Sóley hefur staðið nærri samstarfi þeirra. Undir lok kosningabaráttunnar sögðu Vinstri græn beinlínis að það þyrfti að greiða þeim atkvæði til að passa upp á að Samfylkingin færi ekki of langt til hægri.

Menn spyrja hvort Píratar eigi ekki líka að vera með. Halldór Auðar Svansson, fulltrúi þeirra, virkar eins og skynugur maður. Meirihlutaflokkarnir telja máski að það myndi flækja málin að bjóða Pírötum til fulls samstarfs, en hins vegar hlýtur að vera sjálfsagt að hafa þá með í stjórnun og ákvarðanatöku eins og hægt er – það væri í anda hugmyndanna sem ríktu í síðustu borgarstjórn.

Líklegast verður að teljast að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri, Björn Blöndal formaður borgarráðs en Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar.

Því skal svo spáð hér að Björt framtíð fari í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Það hentar flokknum nokkuð vel að starfa til vinstri í borginni en til hægri í stóru bæjarfélagi eins og Hafnarfirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Eyjan
Í gær

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Í gær

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni