fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Lofað stórfelldri uppbyggingu leiguhúsnæðis

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. maí 2014 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem við höfum séð á síðari árum er algjör markaðsvæðing húsnæðismála. Þannig heyrir til dæmis sögunni til að hverfi séu skipulögð sem heild, með heildaryfirbragði, eins og var til dæmis um Fossvoginn á sínum tíma. Það hefur komist á eins konar verktakaræði.

Þetta hefur sínar slæmu hliðar – og verstar eru þær í nýjustu hverfunum eins og Grafarholti, í Hvarfahverfi í Kópavogi og á Völlunum í Hafnarfirði. Þar er eins og sé engin heildarhugsun – og fagurfræði hefur alveg verið kastað fyrir róða. Nakin hagkvæmnin ríkir ein í arkítektúrnum.

Það kemst lítið að í fyrir kosningarnar núna annað en Framsóknarflokkurinn, en húsnæðismálin eru eitt af því sem þyrfti að ræða. Samfylkingin setur fram mjög djarft loforð um að beita sér fyrir byggingu 2500-3000 búsetaréttar- eða leiguíbúða.

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur talað á svipuðum nótum, um húsnæðisskort og stórfellda uppbyggingu leiguhúsnæðis. Eygló vitnar beinlínis í fordæmi frá 1965 þegar gerðir voru kjarasamningar sem fólu í sér gríðarlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir lágtekjufólk.

Það var í kjölfarið á þessu að Breiðholtið fór að rísa, fyrst Neðra-Breiðholt og síðar Fellahverfið. Þetta var undir stjórn svokallaðrar Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar.

Um Breiðholtið var mikið deilt á sínum tíma. Sumt þar heppnaðist vel, annað miður. Menn hafa horfið frá því í seinni tíð að reisa einsleit blokkahverfi af þessu tagi. Það er mjög varasamt að ætla að hrúga láglaunafólki saman á einn stað. Ætli menn að fara að beita hinu opinbera til að byggja húsnæði í stórum stíl þarf að fara að með mikilli gát hvað varðar arkítektúr, skipulag og íbúasamsetningu.

ÞJV 018 112 4-1

Breiðholtið fór að byggjast á tíma Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar. Mjög vinsælt var fyrstu árin að sýna myndir af fólki sem var að hrekjast um innan um húsin sem stóðu á þessum berangri. Breiðholtið er nú vel gróið ólíkt því sem þá var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“