fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Illar grunur um sprengjuárásirnar í Moskvu árið 2000

Egill Helgason
Mánudaginn 19. maí 2014 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í New York Times frá því fyrir nokkrum misserum er að finna ritdóm um athyglisverða bók, The Moscow Bombings of September 1999: Examinations of Russian Terrorist Attacks at the Onset of Vladimir Putin’s Rule. Höfundurinn heitir John B. Dunlop, er sérfræðingur í málefnum Rússlands og Sovétríkjanna og hefur gefið út nokkrar bækur.

Þessar sprengjuárásir hafa löngum verið ráðgáta. Í þeim féllu 300 manns og mjög margir særðust. Uppreisnarmönnum í Tsétséníu var kennt um, en löngum hefur þótt leika vafi á sekt þeirra. Þessir atburðir eru einn lykillinn að því að hinn lítt þekkti Vladímír Pútín varð forseti Rússlands árið 2000, hann kom út úr þessu sem sterkur maður, ódeigur í baráttu við hryðjuverkamenn og Tsétséna.

Atburðirnir leiddu til mikillar andúðar á hryðjuverkamönnum, uppgangs þjóðernisstefnu og mögnunar lögreglueftirlits, en þeir hafa í raun aldrei verið rannsakaðir til hlítar af yfirvöldum.

Dunlop segist vera að vinna undirbúningsrannsókn – sem mætti nota ef svo ólíklega vildi til að einhvern tíma yrði gerð alvöru opinber rannsókn.

Niðurstaða hans er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að yfirvöld í Rússlandi hafi verið að baki þessum hryllilegu árásum. Þar berast böndin að klíku sem var í kringum Jeltsín forseta – sem var algjörlega að missa tökin – og rússnesku öryggislögreglunni FSB, arftaka KGB, en þar var Pútín meðal yfirmanna.

Efni greinarinnar verður ekki rakið í smáatriðum hér, en meðal annars er þar fjallað um Nikolai Patrushev, yfirmann FSB, nú formaður þjoðaröryggisráðs Rússlands, sem varð margsaga varðandi árásina – og tilraun til að sprengja blokk í Ryazhan, skammt frá Moskvu, sem fór út um þúfur. Þar sást beinlínis til FSB-manna, en árvökulir íbúar komu í veg fyrir sprengingu.

Petrushev kom til Íslands í mars 2012 og átti fund með Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Sagði í fréttatilkynningu að þeir hefðu rætt álefni Norðurslóða og gott samstarf ríkjanna á tvíhliða grunni og sitthvað fleira.

Ossur-Skarphedinsson-og-Nikolay-Patrushev

 

Vladimir Patrushev, fyrrum yfirmaður FSB, náinn samherji Pútíns og yfirmaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, kemur mikið við sögu í bókinni um sprengjuárásirnar í september 2000. Hlutur hans þykir heldur tortryggilegur. Hér er Petrushev í Reykjavík með Össuri Skarphéðinssyni sem þá var utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu