Hér má sjá brot úr umfjöllun The Reykjavík Confessions, umfjöllun BBC um Geirfinns- og Guðmundarmál.
Þetta er mynd af dagbókinni sem Tryggvi Rúnar Leifsson, einn sakborninganna, ritaði þegar hann var í fangelsinu.
Tryggvi Rúnar lést úr krabbameini 2009. Hann var mörgum harmdauði eins og sjá má í minningargreinum um hann. Tryggvi hélt fram sakleysi sínu fram á hinstu stund.
Við sjáum að þarna stendur: „Dagbók, sem saklaus maður heldur hér inni. Út af stóru máli! sem hann er hafður fyrir rangri sök! En sannleikurinn kemur alltaf í ljós þó seint verði. Tryggvi Leifsson.“