Út er að koma bókin Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson.
Undirtitillinn er Er Davíð Oddsson dýrasti maður lýðveldisins?
Lokaorð bókarinnar eru nokkuð kraftmikil – og verður sjálfsagt mikið um þetta deilt:
Þetta er arfleifð Davíðs Oddssonar. Hvert sem litið er yfir hans feril blasa við rústir einar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í rúst. Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu er í rúst. Seðlabankinn er í rúst. Ísland er í rúst. Meira að segja Morgunblaðið er í rúst og hefðu þó margir veðjað á að Morgunblaðið stæði af sér kjarnorkuvetur.
Sólin hnígur til viðar í landi sólkonungs.