fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Hljómplötuspjall – en þó aðallega um hönnun umslaga

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. apríl 2014 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver skemmtilegasta búð á Íslandi er Lucky Records sem Ingvar Geirsson rekur við Hlemmtorg – búðin var áður á Hverfisgötu en er þarna komin í stærra og betra húsnæði.

Þarna er hægt að týna sér innan um gamlar hljómplötur og muni. Aðaláherslan er á að selja vínýlplötur – en ýmislegt annað er að finna í búðinni. Til dæmis er þarna gamalt Wurlitzer djúkbox. Ingvar segir að það hafi eitt sinn verið í löngu sjoppunni sem var sama húsi og Austurbæjarbíói.

Sé það rétt er þetta sama djúkboxið og ég og vinir mínir fórum gagngert til að vitja – þar var nefnilega til útgáfa hljómsveitarinnar Yes á Paul Simon laginu America sem okkur fannst ægilega flott. Hana fundum við hvergi annars staðar.

Maður var ekki að fletta hlutum upp á netinu. Stundum beið maður vikum saman eftir því að lag sem manni fannst skemmtilegt kæmi í útvarpinu.

DSC_0522

Mikið af plötunum í Lucky Records er frá þessum tíma. Þarna eru til dæmis stæður af íslenskri tónlist, það er sérlega gaman að sjá hönnunina á umslögunum. Hún er býsna góð á sjötta og sjöunda áratugnum, en fer hrakandi þegar líður á þann áttunda. En það á við um fleiri hluti – hönnun fór út í hræðilega smekkleysu í seventies og eighties. Hönnun á plötum Stuðmanna og hópsins í kringum þá stendur þó alltaf upp úr – hún var framsækin, flott og smekkleg.

5636

En ansi mikið var einhvern veginn svona. Þetta er afskaplega vinsæl plata með Geirmundi Valtýssyni frá Sauðárkróki. Það er rétt að taka fram að það var ekki einungis plötuhönnuninni sem hnignaði, heldur líka hönnun bóka, aðeins er minnst á hana í þessum pistli.

3974

Og hér er hljómsveitin Módel sem var súpergrúppa, með fínum söngkonum, liðsmönnum úr Mezzoforte og Eiríki Haukssyni. Það er sama hvað maður verður nostalgískur, þessi hönnun á aldrei eftir að virka eins og hún sé góð.

1b5873_bc463bb7704d7d4d504a71318e9687f9.jpg_srz_220_240_85_22_0.50_1.20_0

Ég var að fletta á netinu og þar er að finna á íslensku Wikipediu grein um hljómplötuútgáfuna Íslenska tóna sem Tage Ammendrup rak frá 1947 til 1964.. Tage starfaði seinna sem upptökustjóri hjá Sjónvarpinu – var vinsæll og virtur sem slíkur.

En þarna er að finna plötuumslög frá ansi skemmtilegum tíma. Eins og til dæmis þetta þar sem Ragnar Bjarnason er kominn til Stokkhólms. Þetta er frá 1960. Takið líka eftir hvað söngvarinn ungi er fallega klæddur.

IT-2526-45-2014-a-96

Og þessa fallegu plötu með barnastjörnunum Soffíu og Önnu Siggu frá 1959.

STPL_3-A-1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar