fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Elf hneykslið, Afríkuspillingin og Eva Joly

Egill Helgason
Mánudaginn 14. apríl 2014 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er mjög skýr og góður þáttur frá Al Jazeera þar sem er farið í saumana á franska olíufélaginu Elf og tengslum þess við Afríku.

Elf var kjarninn í því hvernig Frakkar héldu ítökum í gömlum nýlendum sínum í Afríku og hvernig þeir héldu harðstjórum sem voru þeim þóknanlegir við völd.

Í kringum Elf var líka gríðarlegt spillingarkerfi sem teygði anga sína út um frönsk stjórnmál.

Það var Eva Joly sem var rannsóknardómari í Elf málinu þegar hneykslið kom upp á yfirborðið á tíunda áratug síðustu aldar. Því lauk í raun með því að Elf var leyst upp – það var lykillinn að því að margir sluppu úr klóm réttvísinnar.

Þetta er merkilegur þáttur í heild sinni – hann er partur af stærri þáttaröð sem nefnist The French African Connection.

Elf þátturinn er númer tvö í röðinni. Um rannsókn Evu Joly er fjallað frá 39du mínútu – en í raun er fróðlegt að sjá þáttinn allan.

francafrique7

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið