fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Hirðirinn reyndist vera slátrari

Egill Helgason
Föstudaginn 11. apríl 2014 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason hittir naglann á höfuðið varðandi sparisjóðina. Vilhjálmur sagði af starfsemi sparisjóðanna hefði einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum.

Og að ef fé sparisjóðanna hafi áður verið fé án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari.

Umræðan um sparisjóðina á árunum eftir 2000 var merkileg. Þeim var fundið allt til foráttu. Þeir áttu að vera úreltir, gamaldags – jú þarna var sagt vera „fé án hirðis“ eins og sagt er.

Reyndar var því ítrekað haldið fram að sparisjóðirnir væru leiðinni hausinn, ef þeir breyttust ekki, yrðu hlutafélög og færu að sækja inn á fjármálamarkaði. Maður fékk svoleiðis að vita það að sparisjóðir með gamla laginu væru alveg kolómögulegir.

En útkoman var sú að það var einmitt þessi hlutafélagavæðing – hin brjálæðislega ásókn í stofnfé sjóðanna – sem fór með þá lóðbeint á hausinn. Þeir fáu sjóðir sem héldu áfram að fara eftir gamla kerfinu lifðu.

Sérstakur kafli í þessu er svo framganga Kaupþings og Exista. Vísir endursegir ræðu Vilhjálms Bjarnasonar með þessum hætti:

Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaupþing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi, eins og raunar hafi gerst á síðustu metrunum þegar búið var að yfirtaka Sparisjóð Mýrarsýslu og búið að ganga frá samruna SPRON og Kaupþings. Existu, Kistu, Kaupþings og SPRON dæmið sé kannski stærsti hlutinn af öllu spilinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið