fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Staða stjórnarflokkanna kortéri fyrir sveitarstjórnakosningar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. apríl 2014 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin á ekki sjö dagana sæla. Kannanir sýna að fylgi hennar er minna en fylgi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á svipuðum tímapunkti. Traust á ráðherrum mælist mjög lítið – og ekki síst á þeim ráðherrum sem gegna veigamestu embættunum. Maður skynjar mikið óþol gagnvart stjórninni.

Þessi ógæfuferill hófst í febrúar þegar snögglega var lagt fram frumvarp um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þá er eins og hafi farið að rakna upp úr ríkisstjórninni – varla hefur hana órað fyrir að þetta myndi hafa slík áhrif.

Síðan kom fram skuldaleiðréttingarfrumvarpið. Viðtökurnar við því eru blendnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks eru í opinberri uppreisn gegn frumvarpinu – sú óánægja nær langt út í raðir flokksmanna.

Svo er það hópurinn sem beinlínis er á leiðinni að kjúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum. Um hann er skrifað í Kjarnanum í dag. Sögulega séð hefur maður enga sérstaka trú að að menn nái að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og stofna alvöru stjórnmálaafl á hægri vængnum, en fullyrt er að viðtökurnar við hugsanlegu framboði séu afar góðar og spegli óánægjuna innan flokksins.

Hvernig mun þetta speglast í sveitarstjórnarkosningum í lok maí? Það er spurning. Menn kjósa náttúrlega ekki um landsmálin í sveitarstjórnarkosningum þótt þau geti haft áhrif. Jón Gnarr hefði aldrei komist til valda í Reykjavík ef ekki hefði orðið hrun einu og hálfu ári áður. Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir afhroð Framsóknarflokksins í sveitarstjórnakosningunum 2006.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög veikt í Reykjavík, listi hans er sannarlega ekki sterkur, en í nágrannasveitarfélögunum, Bláa treflinum svokallaða, er jafnvel hugsanlegt að hann sæki á. Það á við um Kópavog – og svo náttúrlega hið bjargfasta fylgi í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Landsmálin virðast ekki breyta neinu þar um.

Framsóknarflokkurinn gerir þá tilraun í Kópavogi að bjóða fram Birki Jón Jónsson, fyrrverandi alþingismann. Óvíst er hvaða áhrif það hefur. En í Reykjavík er flokkurinn í þeirri pínlegu stöðu, þegar kosningabaráttan er að hefjast, að hafa ekki einu sinni frambjóðanda til að tefla fram í fyrsta sæti. Áköf leit fer fram að þessum kandídat, en það er að sönnu ekki eftirsóknarvert að taka við framboði sem er með sama og ekkert fylgi þegar kortér er í kosningar.

Ýmis nöfn hafa verið nefnd, eins og Guðni Ágústsson, Sif Friðleifsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir, en ekki er vitað um áhuga þeirra. Og það er líka spurning hvort nokkur frambjóðandi er þess megnugur að hífa upp fylgið í borginni á þessum tímapunkti – hvað þá upp í þau tæplega sjö prósent sem þarf til að ná inn manni.

ea3b951167-380x230_o-1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið