Gunnar Dofri Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar þessa grein í sem birtist í Mogganum í dag.
Ég vek sérstaka athygli á þessari málsgrein.
Í Bandaríkjunum, landi bensínháka og hraðbrauta, standa bílaframleiðendur frammi fyrir þeim raunveruleika að ungt fólk, svokölluð „Millenials“ eða Kynslóð Y, fólk fætt á tímabilinu 1980 til 2000, kaupir einfaldlega ekki bíla og almenningssamgöngur eru í mikilli upsveiflu. Hvort sem þetta er meðvituð ákvörðun nýrrar kynslóðar eða afleiðing hins svokallaða bankahruns, eða blanda beggja þátt, er ljóst að ungt fólk um allan heim virðist vilja búa í raunverulegum borgum, eins og miðborg Reykjavíkur er næstum því, en ekki hálfgerðu samansafni sveitabæja, eins og mikið af restinni af borginni minnir gjarnan á. Nábýli er ekki eitthvað sem fólk sem er að vaxa úr grasi forðast, það þvert á móti sækist eftir því.