fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Hvalveiðar og vináttan við Bandaríkin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. apríl 2014 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og ég hef oft sagt, í sjálfu sér er ekkert að því að Íslendingar veiði hvali ef veiðarnar eru sjálfbærar, ganga ekki á hvalastofna.

En á móti kemur að hvalveiðum virðist haldið úti af dæmalausri þrjósku sem snýst aðallega um að sýna að við „megum þetta“.

Um daginn voru Japanir dæmdir til að stöðva hvalveiðar sínar. Á sama tíma laumaðist flutningaskip frá Íslandi með hvalkjöt til Japans – kjöt sem er afar erfitt að selja.

Þetta er eiginlega bara skringilegt.

Nú áréttar Bandaríkjastjórn að hún setji sig upp á móti hvalveiðum Íslendinga, þá er aðallega um að ræða veiðar á stórhvelinu langreyði.

Viðbrögðin eru þau að Bandaríkjamenn veiði meiri hval en Íslendingar. Það er reyndar ekki alls kostar rétt. Og hvalveiðar í Bandaríkjum eru aðallega veiðar frumbyggja – við getum ekki haldið slíku fram á Íslandi. Hvalveiðar eiga sér í raun litla sögu eða hefð meðal þjóðarinnar.

Og það er líka sagt, eins og stundum heyrist, að næst muni þeir banna okkur að veiða þorskinn.

Það er auðvitað bara mælskubragð – eitthvað sem er sagt í hita leiksins. Víglínan um þorskveiðar er ekki dregin í gegnum hvali.

Eitt má benda á í þessu sambandi, nauðsynina á að styrkja tengsl Íslands við Bandaríkin. Þau hafa verið lítil og léleg um nokkra hríð.

Ástæðurnar eru meðal annars hvalveiðarnar, ergelsi íslenskra stjórnvalda yfir brottför varnarliðsins og framganga forseta Íslands sem tókst að móðga bandarískan sendiherra þannig að olli hneyksli.

En ef Íslendingar ætla að spila frjálsan leik í alþjóðamálum, tilheyra ekki Evrópusambandinu, heldur reiða sig á tvíhliða samskipti, þá er vinátta við Bandaríkin afar mikilvæg. Hún var eitt sinn kjöfestan í utanríkispólitíkinni. Nú er utanríkisstefnan svolítið eins og þjóðin sé á reki úti í hafi. Ætli menn að leika sér að eldinum og halda áfram að vingast við Rússa og Kínverja og despótismann þar,  þá er vissara að hafa líka ræktað tengslin við Bandaríkin.

958f192ab0-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun