Nú skilst mér að sé í sjónvarpi úrslitakeppni í því sem kallast Ísland got talent.
Það er sjálfsagt skemmtilegt að fylgjast með þessu, en einhvers staðar hljóta að blikka viðvörunarljós og ekki bara vegna heitisins á þáttaröðinni.
Því fjölmiðlar eru fullir af viðtölum við fólk sem hefur farið í svona keppnir, sigrað, en lent í veseni eftir það og varla borið sitt barr síðan.
Svona keppnir eru ekki ávísun á nema mjög skamma frægð, og skilst manni, ekki á hamingjuna heldur.
Ef maður ætlar að skara framúr í einhverju, er yfirleitt ekki góð hugmynd að stytta sér leiðina þangað.