fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Sjóðheit siglingaleið hvalflutningaskips

Egill Helgason
Föstudaginn 28. mars 2014 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að fylgjast með ferðum flutningaskipsins Alma sem er að flytja hvalkjöt til Japan. Málið er afar viðkvæmt, eins og lesa má í pistli Önnu Kristjánsdóttur vélstýru sem sjálf vann í tuttugu ár á sjó. Anna segir að skipið sé að sigla suður með ströndum Afríku og fyrir Góðravonahöfða. Það sé afar sjaldgæft með skip sem sigli til Asíu, slíkt gerist helst ef skip flytja varning eins og vopn og kjarnorkuúrgang.

Anna telur að þetta sé til marks um að áróðursstríðið um hvalveiðar sé tapað – ef menn þurfi að fara að þessu eins og þjófar á nóttu.

Fyrir tæpri viku síðan lagði frystiskipið Alma sem skráð er á Kýpur úr höfn í Hafnarfirði áleiðis til Japan. Þeir þorðu ekki að fara í gegnum Suez og alls ekki í gegnum Panama. Yfirvöld í Egyptalandi og Panama eru sennilega talin vera á móti flutningum á hvalkjöti um þeirra yfirráðasvæði. Ákvörðunarhöfnin er ekki gefin upp, en skipið siglir suður með ströndum Afríku og var á fimmtudagskvöldið á siglingu vestan Kanaríeyja. Þess var vandlega gætt að breyta stefnunni svo skipið færi ekki inn fyrir 12 mílna landhelgina, en um leið komið var framhjá eyjunum var stefnunni breytt örlítið og farið nær ströndum Afríku á leiðinni í hitabeltið. Það lítur út fyrir að farmurinn sé stórhættulegur, geislavirkur eða eitthvað enn verra. Það er þó ekki svo. Farmurinn er hvalkjöt. Þarf virkilega að flytja hvalkjöt fleiri þúsund aukalega kílómetra til að koma því á markað í Japan?  Skipið er látið sigla í gegnum hitabeltið, yfir miðbaug og suður fyrir Góðrarvonarhöfða og síðan aftur yfir miðbaug á leiðinni yfir Indlandshafið. Það er engum að treysta og þar eru spönsk og egypsk yfirvöld meðtalin. Eins gott að ekkert bili í frystikerfum skipsins á þessari  sjóðheitu siglingaleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum