fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Góð frammistaða Gunnars Braga

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. mars 2014 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að framganga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Úkraínumálinu er til fyrirmyndar.

Gunnar Bragi drífur sig til Úkraínu, talar við heimamenn, sýnir þeim stuðning í baráttunni fyrir lýðræði og gegn yfirgangi og spillingu.

Við getum ekki horft á þetta gerast eins og ekkert sé. Það er nú líka komið þannig að það er árið 2014 og við viljum ekki að menn geti farið og breytt landamærum Evrópu svona eins og ekkert sé. Eftir því sem fleiri lýsa því yfir og sýna það í verki að þeir styðja Úkraínumenn, þeir eru á móti innrásinni frá Rússlandi og að við styðjum líka umbætur. Ég held að hver einasta rödd í þessu skipti máli.

Og hann brýnir líka fyrir þeim að þeir verði að standa sig sjálfir í þessari baráttu. Það eru kosningar framundan í Úkraínu og mikil uppbygging sem þarf að ráðast í.

Það var afar áhrifamikil upplifun að koma þar sem svo margir létu lífið og að hitta mótmælendur, sem segjast munu hvergi fara, fyrr en þeir telja tryggt að breytingar verði til frambúðar. Það er ljóst að Úkraínumanna bíður risavaxið verkefni við að tryggja stöðugleika og takast á við gríðarlegan efnahagsvanda. Ég fékk ágæta mynd af stöðu mála og hvatti bæði stjórn og stjórnarandstöðu til að vinna að efnahagsumbótum, takast á við spillingu, tryggja mannréttindi, málfrelsi og réttindi minnihlutahópa.

Maður heyrir fólk hér á landi tuða yfir því að utanríkisráðherrann sé þarna að „styðja lýðræði erlendis og ekki hér heima“. Í hinu stóra samhengi er það heldur léttvægt.

ukraina_3

 Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra Úkraínu, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í Kænugarði í gærkvöldi. Mynd: Utanríkisráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum