Hér er ljósmynd sem sýnir nokkuð hvað við er að eiga í Úkraínu/Rússlandi. Myndin er tekin á Krímskaga.
Annar karlinn á myndinni er klæddur búningi tsjekista. Þetta voru meðlimir NKVD, lögreglusveitanna alræmdu sem myrtu fyrir Stalín og fluttu fólk í fangabúðir í milljónatali.
Þessi búningur ætti í raun að vera jafn alræmdur og búningar SS-sveitanna.
Hinn karlinn er í búningi hvítliðakósakka. Það voru sveitir á tíma keisaranna sem gengu fram með mikilli grimmd, ekki síst gegn gyðingum.
Þarna sameinast öfgarnar í þjóðrembunni.