The Economist skrifar um Crony Capitalism í síðustu forsíðugrein.
Klíkukapítalisma.
Eða hvernig þýðir maður hugtakið?
Kerfið sem hrundi á Íslandi 2008 bar mikil einkenni þessa. Gæðum var miðlað til pólitískra vildarvina.
Það er mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir að svoleiðis kerfi verði endurreist.