Síðasti skilafrestur í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisritum, íslenskri kanónu, er á morgun.
Þátttakan hefur verið mjög góð – en auðvitað væri gaman ef fleiri vildu vera með. Úrslitin verða tilkynnt í Kiljunni 9. apríl – við birtum þar aðallista og eins niðurstöður í nokkrum flokkum.
Hver þátttakandi velur 20-30 íslensk bókmenntaverk.
Þetta mega vera skáldsögur, ljóð, leikrit, ævisögur, barnabækur, fornsögur, fræðibækur og hvaðeina.
Verkin mega vera frá öllum tímabilum – allt frá söguöld og fram til vorra daga.
Svörin skal senda á netfangið kiljan@ruv.is.
Niðurstöðurnar verða ópersónugreinanlegar, þ.e. hvergi kemur fram hver hefur valið hvaða verk og fyllsta trúnaðar gætt.
Góð bókaverðlaun verða veitt þremur þátttakendum.