Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi alþingismaður úr Keflavík, setti þessa færslu inn á Facebooksíðu sína í kvöld.
Nú þekkir maður vissulega ekki málavöxtu, en þetta er sannarlega umhugsunarvert:
Ég er alveg niðurbrotin út af því að rússnesk stúlka sem hafði stöðu flóttamanns hér og ég hafði svolítið vingast við var fyrirvaralaust rekin úr landi fyrr í vikunni. Hún var hér með 2 börn, 13 ára og 2 ára, og sá eldri plumaði sig svo vel í skólanum. Það var hringt í þessa stúllku, sem hefur verið hér í 1 og hálft ár og kepptist við að læra íslensku og lagði sig fram um að vinna í sjálfboðavinnu, m.a. fyrir Rauða krossinn, kl. 6 um kvöld og henni sagt að hún yrði sótt kl. 6 morguninn eftir og þá yrði hún að vera tilbúin með allt sitt. Hún var flutt til Noregs og er þar í flóttamannabúðum og sagt að þaðan yrði hún svo flutt til Dagestan en hún var að flýja heimilisofbeldi múslimsks eiginmanns. Drengurinn fékk ekki að kveðja skólafélagana og hún fékk lítil tækifæri til að kveðja þá vini sem hún hafði eignast hérna. Hvað er að ske? Hvernig getum við verið svona grimm? Ég er viss um að þessi stúlka og hennar börn hefðu verið okkur til mikils sóma hefðu þau fengið hæli hér af mannúðarástæðum.