Þessari gömlu skopmynd skaut upp á Facebooksíðu sem nefnist Gamlar ljósmyndir. Þar er margt hnýsilegt að finna.
Menn eru ekki vissir hvort þeir viti út á hvað myndin gengur, en þetta virðist vera þorskur í jakkafötum með hatt, og undir stendur.
Ek em bjargvættur yðr.
Jú, það má til sanns vegar færa. En er þetta fyndið, var þetta fyndið þá? Myndin er frá því um 1920.
Svo gæti þessi karakter kannski virkað í þjóðlegri hyllingsmynd, svona eins og íslenskur Freddy Krueger eða Hellraiser. Maður vildi ekki vera einn heima á kvöldin og fá Þorskhausinn í heimsókn.