fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Undirróður Pútíns og mistök hans

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. mars 2014 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gömul áróðurstækni frá tíma Sovétríkjanna að bendla óvinina við nasisma. Í áróðri Sovétsins voru nasistar allsráðandi í Vestur-Þýskalandi og jafnvel í Bandaríkjunum líka. Bandaríkjamenn voru helst aldrei sýndir nema í Ku-kux-klan búningi.

Pútín er ættaður úr þessum hugarheimi, hann kallar þá sem ráku spillingarstjórn Janúkovits frá völdum í Úkraínu nasista og gyðingahatara. Reyndar má benda á að Janúkovits fór frá eftir samningaviðræður þar sem tóku þátt utanríkisráðherrar þriggja Evrópusambandsríkja.

Í rússnesku er til orðið provokatsiya, á ensku er það þýtt sem provocation, á íslensku sem undirróður eða ögranir, nákvæmt heiti er ekki til. KGB var á sínum tíma með sérþekkingu í slíkum aðgerðum. Sagnfræðingurinn Anne Applebaum, höfundur bókanna Gulag og Iron Curtain, skrifar á blogg Washington Post um hvernig Pútín sviðsetur atburðarásina í Úkraínu í anda KGB.

Að öðru sem líka tengist Úkraínu.

Það er makalaust að lesa, til dæmis í leiðara Morgunblaðsins, að Vesturlönd séu svo slöpp að þau geti ekki mætt Pútín með hörðu.

Í hverju ætti slík harka að felast? Hernaðarúboði? Kjarnorkusprengjum? Viðskiptabanni?

Við lifum í hnattvæddum heimi. Rússland er fjarska illa statt efnahagslega. Ræningjabarónar hafa flutt auð landsins til aflandseyja – og staða eins og Lundúna. Olíuverð er ekki nógu hátt til að rússneska hagkerfið geti haldið í horfinu. Með aðgerðum sínum stórskaðar Pútín orðspor Rússa og viðskiptahagsmuni – á endanum mun það koma sér verst fyrir Rússa sjálfa. En um leið má leiða getum að því að krísa af þessu tagi henti Pútín til skamms tíma heimafyrir – þannig nái hann að beina athyglinni frá slæmu ástandi.

David Ignatius, sem einnig skrifar á vef Washington Post, segir að Pútín sé að gera stór mistök. Framferði hans einkennist af fortíðarþrá. Hann sakni gömlu Sovétblokkarinnar – stjórnarfarið í Rússlandi líkist æ meir austrænu einræði. Veikleikar þess blasi við efnahagslega og lýðfræðilega á meðan fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna eins og Tékkland og Pólland eru farin að njóta stöðugleika og velmegunar í faðmi Evrópusambandsins og lýðræði hefur hvarvetna verið komið á meðal hinni fyrrum ófriðlegu Balkanþjóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda