fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sorgartíðindi úr bókaútgáfunni

Egill Helgason
Laugardaginn 1. mars 2014 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur bókamarkaður verður fátæklegri þegar bókaforlagið Uppheimar leggur upp laupana eins og hefur verið tilkynnt.

Uppheimar hafa starfað með mikilli reisn – þeir hafa gefið út Gyrði Elíasson, einn okkar helsta rithöfund, hann hefur verið þeirra skærasta stjarna.

Listi yfir útgáfubækur síðasta árið hefur að geyma frábærar bækur eins og Ljóðasafn Tomasar Tranströmers, Sem ég lá fyrir dauðanum eftir Faulkner, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson og Gengið með fiskum eftir Pálma Gunnarsson.

Maður hefur vonað að Uppheimar gætu staðið undir hinni menningarlegu útgáfu með því að gefa líka út bækur eftir höfunda eins og Jo Nesbö, en það virðist ekki  hafa verið raunin.

Þetta eru semsagt sorgartíðindi. Þarna myndast skarð í bókaútgáfunni sem verður vandfyllt. En um leið fá Kristján, Aðalsteinn og aðrir hjá Uppheimum heila þökk fyrir framlag þeirra til íslenskra bókmennta.

 

20131121121030290188

Uppheimar hafa gefið út margar afar merkar bækur. Ein hins síðasta er Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner í frábærri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið