fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Furðusögur af Íslandi, uppáhaldsbækur Óttarrs Proppé, Hildegard af Bingen, Ayn Rand og fleiri heimspekingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. febrúar 2014 23:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um bókina Frásagnir af Íslandi. Höfundur hennar hét Johann Anderson, var borgarstjóri í Hamborg, kom aldrei til Íslands, en safnaði alls kyns fróðleik héðan og setti á bók. Hún birtist í riti sem sagnfræðingarnir Gunnar Þór Bjarnason og Már Jónsson hafa tekið saman, ásamt tveimur frægum ritgerðum um Ísland eftir Göries Peerse og Dithmar Blefken.

Íslendingar hafa litið á þessa texta sem níð um land og þjóð – og víst er að ýmislegt misjafnt er þar fært í letur.

Alþingismaðurinn og rokkarinn Óttarr Proppé velur uppáhaldsbækur sínar.

Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor kemur í þáttinn og segir frá nokkrum konum úr röðum heimspekinga, það má nefna Hildegard af Bingen, Susan Sontag, Emmu Goldman, Björgu Þorláksdóttur og Ayn Rand.

Við skoðum Skarðsbók postulasagna með Svanhildi Óskarsdóttur. Þetta handrit á sér merkilega sögu, það hvarf 1820, en var mikill fréttamatur þegar það var keypt hingað til lands 1965 og er fyrsta handritið sem var afhent Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar og nýjustu Neonbókina frá Bjarti, en hún nefnist Óskalistinn og er eftir franska höfundinn Grégoire Delacourt.

308x255

Johann Anderson hafði frásagnir sínar af Íslandi að miklu leyti frá sæfarendum. Margt er skringilegt í bók hans, en hann má eiga að hann vildi reyna að skilja náttúrufar við landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið